- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Nemendur í 1. og 2. bekk héldu fjórðu og síðustu árshátíð skólaársins. Rúmlega 80 börn brugðu sér í gervi persónanna sem við þekkjum úr sögunum um Línu Langsokk.
Þarna stigu á svið Tommi og Anna, Langsokkur kapteinn og skipsfélagar hans, þjófar og lögreglumenn og nemendur í skólanum, að ógleymdri frú Prússulín og vinkonum hennar. Lína sjálf lék við hvern sinn fingur, dansaði og söng.
Þessir yngstu nemendur skólans sýndu mikinn dugnað og þor með því að koma fram fyrir fullan sal af aðstandendum og margir voru greinilega fegnir að geta hlaupið í fangið á sínu fólki að sýningunni lokinni.
Að venju aðstoðu tónlistarkennarar úr Tónlistarskólanum á Egilsstöðum við uppsetninguna auk þess sem nemendur úr 4. og 7. bekk stjórnuðu hljóði og ljósum.
Árshátíðarvertíðinni er lokið í bili en hefst svo aftur í haust með árshátíð elstu nemenda.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00