- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Fimmtudaginn 31. mars síðastliðinn var Litla upplestrarkeppnin haldin hátíðleg hjá nemendum í 4. bekk. Nemendur buðu foreldrum sínum að koma og hlusta og nemendum í 3. bekk skólans var jafnframt boðið.
Hátíðin var virkilega vel heppnuð, nemendur komu fram og lásu kvæði, málshætti og andheiti bæði allir saman sem hópur en einnig í smærri hópum. Þá voru nemendur úr bekknum sem einnig eru í tónlistarnámi við tónlistarskólann með atriði en þau sungu, spiluðu á ukulele og píanó. Nemendur úr 7. bekk sem báru sigur úr bítum í stóru upplestrarkeppninni voru auk þess gestir á hátíðinni.
Að lokinni vel heppnaðri dagskrá á sviðu buðu nemendur foreldrum sínum í heimsókn inn í stofur að skoða afrakstur verkefna sem þau hafa unnið um Norðurlöndin og landnám Íslands síðustu vikur.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00