- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Eins og hefð er fyrir í Egilsstaðskóla tóku nemendur á miðstigi þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna eða NKG, en nýsköpun er eitt af áhersluþáttum skólastarfsins. Keppnin var haldin með öðru sniði en venjulega, þar sem ekki var hægt að bjóða upp á vinnustofur nemenda, sem áttu þær hugmyndir sem komust í úrslit. Skemmst er frá því að segja að sjö nemendur af þeim 38 nemendum, sem áttu hugmyndir í úrslitum keppninnar, komu úr Egilsstaðaskóla. Þetta voru sex nemendur úr 7.bekk og einn nemandi úr 5.bekk.
Verðlaun voru veitt fyrir bestu hugmyndir í mismunandi flokkum og hlaut Bóel Birna Kristdórsdóttir nemandi í 7.bekk Umhverfisverðlaun NKG og Einkaleyfisstofu fyrir umhverfisvæna nýsköpun með hugmynd sinni Heimaplastbræðsluvél. Til hamingju kæru nemendur með hugmyndaauðgi og sköpunarkraft!
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00