Opinn fundur í skólaráði Egilsstaðaskóla

Miðvikudaginn 12. mars nk. verður haldinn fundur í skólaráði sem er opinn öllum, foreldrum og forsjáraðilum, starfsfólki skólans, nemendum og öðrum sem eru áhugasamir um starfsemi skólans.
Samkvæmt reglugerð nr. 1157/2008 um skólaráð við grunnskóla skal halda einn líkan fund á ári fyrir aðila skólasamfélagsins. Þar séu málefni skólans til umræðu.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:
1.  Drög að skóladagatali næsta skólaárs
2. Heillaspor; Dagbjört Kristinsdóttir aðstoðarskólastjóri kynnir verkefnið sem er í innleiðingu
3. Öryggismál
4. Önnur mál

Fundur verður haldinn í kennslustofu 10. bekkjar sem er nr. 20 og er á annarri hæð kennsluhúsnæðisins, gengið inn um miðstigs/elsta stigs gang, og hefst kl. 17.00.