Öskudagurinn runninn upp

Margir telja öskudaginn besta dag ársins, bæði börn og fullorðnir og það sýndi sig vel í morgun þegar skólastarfið hófst. Flestir koma í einhvers konar búningum og sumir hafa lagt mikinn metnað í gervin sín. Það er alltaf gaman að ganga um skólann og sjá hvað börn og fullorðnir njóta dagsins en á dagskránni er samvera vinabekkja, samvera árganga og stiga og samkoma í íþróttahúsinu fyrir nemendur í 1. - 5. bekk sem er skipulögð af Foreldrafélagi Egilsstaðaskóla.
Skóladegi lýkur um hádegi og þá hefst vetrarfrí sem er eflaust kærkomið fyrir nemendur og starfsfólk.