- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Rétt fyrir páskafrí var árshátíð 5. - 7.bekkjar haldin. Leikritið um Pétur Pan var flutt fyrir fullu húsi áhorfenda. Umsjónarkennarar leikstýrðu sínum árgöngum og annað starfsfólk á miðstigi kom með virkum hætti að uppsetningunni. Kennarar og nemendur Tónlistarskólans á Egilsstöðum önnuðust tónlistarflutning og stjórn söngatriða. Leikmynd, búningar og skreytingar voru í umsjón kennara og starfsfólks miðstigs en auk þeirra aðstoðuðu list- og verkgreinakennarar við ýmislegt að ógleymdum húsverði skólans, sem aðstoðaði við smíði á leikmynd. Það er alltaf mikil spenna í aðdraganda árshátíða en jafnframt mikil gleði þegar sýningin er afstaðin og allt hefur gengið vel. Þannig var það líka hjá öllum þeim sem tóku þátt í uppsetningunni á Pétri Pan að þessu sinni.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00