Péturshlaup

Í vikunni var Péturshlaupið sem er minningarhlaup fyrir Pétur Þorvarðarson, sem var nemandi í Egilsstaðaskóla. Hlaupin er ákveðin vegalengd sem nemendur hafa hlaupið í útiíþróttum í haust. Nemendur í 5. - 7. bekk tóku þátt í hlaupinu og úrslitin á miðstigi voru þau að bróðurbörn Péturs, Ísabella Rún og Pétur Logi komu fyrst í mark.

Á elsta stigi kom Andrea Ýr Benediktsdóttir fyrst í mark í stúlknaflokki en tæknileg mistök við framkvæmd hlaupsins urðu til þess að tveir deildu fyrsta sæti í drengjaflokki, þeir Alexander Klausen og Aron Daði Einarsson.