- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Samkvæmt grunnskólalögum nr. 91 frá 2008 skulu nemendur á elsta stigi eiga kost á vali um námsgreinar. Nemendur í 8.-10. bekk skulu samkvæmt Aðalnámskrá eiga kost á vali fimmtung námstímans. Í Egilsstaðaskóla er val 6 klukkustundir á viku í 8.-10. bekk.
Markmið með vali er að gefa nemendum tækifæri til þess að velja viðfangsefni í skólanum í tengslum við áhugasvið, styrkleika og framtíðaráhorf.
Í samstarfi við MSV ehf og Aðalsteinn Ásmundsson var í haust boðið upp á rafsuðu í list- og verkvali á unglingastigi og komust færri að en vildu. Vegna heimsfaraldurs þurfti að fresta námskeiðinu oftar en einu sinni en loksins var hægt að halda það á dögunum. Námskeiðið vakti mikla lukku og er óskandi að framhald geti orðið á samstarfi við fyrirtæki í sveitarfélaginu þannig að kynna megi sem fjölbreyttastar starfsgreinar fyrir nemendum.
Fjölbreytt verkval getur hjálpað nemendum að finna nýjar leiðir og vakið áhuga þeirra meðal annars á iðngreinum, sem er mjög mikilvægt.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00