Reglur um heimsóknir barna í Egilsstaðaskóla

Egilsstaðaskóli hefur sett sér reglur um nemendaheimsóknir í skólann. Börn, sem koma og dvelja tímabundið hjá foreldrum / forsjáraðilum geta sótt um fastar heimsóknir í Egilsstaðaskóla. Sækja þarf um námsdvöl með að minnsta kosti viku fyrirvara. Nemendur sem koma úr öðrum skólum þurfa að hafa með sér námsáætlun og námsgögn frá eigin skóla.

Ekki er hægt að verða við beiðnum um tilfallandi heimsóknir fyrrum nemenda við skólann, ættingja eða vina nemenda. Öllum beiðnum um heimsóknir er vísað til skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra.
Reglurnar í heild eru aðgengilegar undir tenglinum Foreldrar.