- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Nemendur á miðstigi héldu árshátíð sína á dögunum. Krakkarnir settu Söguna af bláa hnettinum á svið en sagan fjallar um börn sem búa langt úti í geimnum og fullorðnast ekki. Til þeirra kemur vera sem umturnar áhyggjulausu lífi ´þeirra og fer með þau í hættulegt ferðalag.
Í sýningunni er mikið sungið og mikið fjör. Að sýningunni komum um 120 nemendur, sem auk þess að leika og syngja undirbjuggu leikmynd, stjórnuðu hljóði og ljósum og voru sviðsmenn. Umsjónarkennarar 5. - 7. bekkjar sáu um undirbúning sýningarinnar en æfingar hófust í janúar. Tónlistarkennarar og tónlistarnemar í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum önnuðust tónlistarflutning á sýningunni og færum við þeim innilegar þakkir fyrir samstarfið.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00