Skertur dagur 24. apríl

Miðvikudaginn 24. apríl er skóladagur skertur hjá nemendum.


Nemendur í 1. - 4. bekk ljúka skóladegi að loknum hádegismat kl. 12.00. Frístund er opin en sérstök skráning fyrir þennan dag. Skráningunni lýkur 22. apríl.
Nemendur í 5. - 7. bekk eru í skólanum til 11.20.
Nemendur í 8. - 10. bekk eru í skólanum til 11.20.

Skólabílar fara klukkan 12.00.

Fimmtudaginn 25. apríl er sumardagurinn fyrsti og frí í skólanum.
Föstudaginn 26. apríl er starfsdagur hjá kennurum. Frístund er lokuð.