Skólahald eins og verið hefur

Gert er ráð fyrir að skólahald í Egilsstaðaskóla verði með eðlilegum hætti frá og með morgundeginum en skólinn var lokaður í dag, miðvikudag. Aðgerðarstjórn telur ekki ástæðu til að grípa til frekari ráðstafana varðandi skólahald að sinni.
 
Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að skipulag skólahalds verði með sama hætti og verið hefur undanfarnar vikur, að minnsta kosti fram að helgi. Nema grímuskyldu nemenda í 5.-7. bekk er aflétt. Enn er skertur skóladagur, takmarkanir á hópastærðum og ekki möguleiki á mötuneyti fyrir nemendur í 5.-10. bekk.
Tímasetningar á því hvenær nemendur mæta í skólann á morgnana og skólalok á daginn verða þær sömu og hafa verið, ásamt fyrirkomulag frímínútna.
 
Í dag tók í gildi reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar og gildir hún til 1. desember nk. Hér er ágæt samantekt á því hvaða takmarkanir á skólahald reglugerðin hefur í för með sér.