Skólasetning 2024

Egilsstaðaskóli verður settur þ. 22. ágúst nk. Nemendur í 1. - 4. bekk mæta klukkan 10.00 í matsal og eftir stutta samverustund fara þeir í heimastofur. Nemendur í 5. - 10. bekk mæta kl. 11.00 í matsal og fara einnig í heimastofur að lokinni stuttri samverustund. Foreldrar og forsjáraðilar eru velkomnir með börnunum. Skóladegi lýkur eftir að nemendur hafa hitt umsjónarkennara í heimastofum en skólastarf hefst svo að fullu föstudaginn 23. ágúst.
Skrifstofa skólans er nú opin frá kl. 8.00 til 16.00 alla virka daga.