- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Þann 6. júní var Egilsstaðaskóla slitið í 75. sinn. Nemendur tóku við vitnisburði sínum og kvöddu umsjónarkennara.
Útskrift 10. bekkjar fór fram um kvöldið en við það tækifæri voru flutt ávörp og nemendur fluttu tónlistaratriði. Kristín Guðlaug Magnúsdóttir skólastjóri flutti skólaslitaræðu og talaði til nemendanna sem voru að útskrifast. Hún kvaddi einnig sérstaklega þrjá starfsmenn sem nú láta af störfum við skólann; Sigurlaug Jónasdóttir fyrrum skólastjóri og Valgerður Jónsdóttir stuðningsfulltrúi hafa starfað um áratuga skeið við skólann og fara nú á eftirlaun. Lillý Viðarsdóttir hefur starfað við Egilsstaðaskóla í 25 ár en er að færa sig um set.
Formaður Nemendaráðs, Diljá Mist Olsen Jensdóttir flutti ávarp og þakkaði starfsfólki og samnemendum fyrir samveruna undanfarin 10 ár. Umsjónarkennarar 10.bekkjar ávörpuðu nemendur og þökkuðu lærdómsrík ár.
Nemendur í 10.bekk, ásamt tónlistarkennurum, fluttu nokkur tónlistaratriði og í lokin sungu krakkarnir lagið "You never walk alone", einkennislag Liverpool liðsins en í hópnum eru margir áhugamenn um fótbolta og einn kennaranna sér í lagi áhangandi liðsins.
Nokkrir nemendur fengu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur, seiglu og framfarir í námi og prúðmennsku í framkomu.
Auk þess var afhent viðurkenningin Óðinshaninn, sem árgangur 2002 gaf til minningar um bekkjarfélaga sinn Óðin Skúla Árnason. Hún er veitt þeim sem hefur verið góður og traustur félagi í hópnum. Ólafur Þór Arnórsson fékk þessa viðurkenningu að þessu sinni en um er að ræða farandgrip.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00