Skólaslit 2024

Egilsstaðaskóla var slitið í 76. sinn fimmtudaginn 6. júní sl. Þá fengu 413 nemendur vitnisburð sinn en af þeim útskrifuðust 34 úr 10. bekk. Kristín Guðlaug Magnúsdóttir flutti skólaslitaræðu þar sem hún greindi m.a. frá því að hún lætur af starfi skólastjóra í vor en heldur áfram störfum innan skólans sem umsjónarmaður bókasafnsins.

Við útskrift 10. bekkjar flutti formaður Nemendaráðs, Ríkey Anna Ingvarsdóttir, ávarp og umsjónarkennarar 10. bekkjar töluðu til nemenda. Fulltrúar nemenda afhentu umsjónarkennurum, iðjuþjálfa og stuðningsfulltrúum gjafir með þökkum fyrir samstarfið.
Nemendur fluttu tónlistaratriði á skólaslitunum. Maria Anna Szczelina spilaði verk eftir Debussy á píanó og hljómsveit skipuð 9 nemendum í 10. bekk spilaði lagið Hotel California ásamt Margréti Láru Þórarinsdóttur.
Við óskum öllum útskriftarnemum til hamingju með þennan stóra áfanga og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.