Hvernig er hægt að læra öðruvísi með nýsköpun?
- Hafa meiri forritun og vinnu með tölvum.
- Læra meira á Ipad.
- Nýta meira kennsluforrit í námi.
- Sýndarveruleikagleraugu og læra í gegnum sýndarveruleika.
- Nota minecraft og byggt hús og kubbað.
- Nýta fræðandi tölvuleiki í kennslu og meiri tækni.
- Skapa meira með höndum í stað bóklegs náms.
- Hafa meira fræðsluleiki.
- Með því að búa til hluti úr rusli/pappa.
- Með því að nota ímyndunaraflið og að nemendur hafi tíma til að tjá sig og segja frá hugmyndum sínum.
- Búa til eitthvað úr því sem annars væri hent. T.d. búa til moltu.
Hvernig getum við aukið eða haft meiri nýsköpun í skólastarfinu öllu?
- Hlusta meira á nemendur, leyfa þeim að ráða meira og nota þeirra hugmyndir.
- Hafa fleiri verkgreinatíma.
- Hafa nýsköpun í verkgreinum.
- Hafa herbergi þar sem er góður friður og maður getur slappað af og hugsað.
- Hafa nýsköpunarherbergi sem inniheldur 3 D prentara, tölvur og fleira.
- Hafa nýsköpunartíma á stundatöflu.
- Hafa meira legó - legósvæði til að vinna á.
- Hafa meiri tækni aðgengilega í skólastofunni fyrir nemendur.
- Leggja meiri áherslu á tækni.
- Hafa nýsköpun í vali.
- Fleiri tilraunir náminu.
- Bekkurinn vinni saman að einhverju stóru.
- Bæta netsambandið í skólanum.
- Slökunarherbergi til að safna orku.
- Fjölbreyttari tungumálakennsla.
- Hafa nýsköpunarráð.
- Hugmyndakassi þar sem nemendur geta komið með hugmyndir um nýja kennsluaðferðir.
- Betri aðgang að prenturum fyrir nemendur.
- Hafa nýsköpunarkennara.
- Fá að læra óhefðbundið svo sem að vinna með járn.
- Hafa skapandi svæði í öllum skólastofum.
- Hafa meiri upplýsingatækni.
- Mega fyrr taka þátt í legókeppninni.
- Læra hönnun í minecraft og lego.
- Nota meira sphero t.d. til að forrita og mála.