- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Áratuga farsælu starfi Skólaskrifstofu Austurlands lauk 31. júlí sl., en gengið hafði verið frá því að sveitarfélögin, Fjarðabyggð og Múlaþings tækju við starfsemi skólaþjónustunnar frá 1. ágúst. Starfsemi skólaþjónustu sveitarfélaga er skilgreind í 40. gr. grunnskólalaga nr. 9172008 og kveðið á um nánari útfærslu í reglugerð 444/2019.
Hlutverk og markmið með starfsemi skólaþjónustunnar koma fram í 2. gr. reglugerðarinnar:
Starfshópur sem vann að undirbúningi flutnings verkefna skólaþjónustunnar til sveitarfélagsins hafði eftirfarandi hugtök að leiðarljósi í vinnunni:
FARSÆLD – FAGMENNSKA – FORVARNIR
Eftirtaldir starfsmenn starfa nú við Skólaþjónustu Múlaþings:
Ekki tókst að ráða skólasálfræðinga til starfa við Skólaþjónustuna, þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar en við höfum verið svo heppin að ná samstarfssamningi við Sálstofuna í Reykjavík, sem sinnir verkefnum skólasálfræðinga fyrir nokkur sveitarfélög og munu sálfræðingar Sálstofunnar koma í reglulegar ferðir austur til að sinna þeim verkefnum sem liggja fyrir.
Mikið og náið samstarf verður við Austurlandsteymið enda eru mörg verkefni Skólaþjónustunnar og Austurlandslíkansins nátengd og vonir standa til að aukið samstarf, með yfirfærslu verkefna Skólaþjónustunnar til sveitarfélagsins, muni efla mjög starfsemi í þágu barna og fjölskyldna á fjölskyldusviði sveitarfélagsins.
Verið er að undirbúa innleiðingu á beiðna- og málakerfi fyrir Skólaþjónustu Múlaþings, þangað til mun verklag og beiðnakerfi Skólaskrifstofu Austurlands vera nýtt fyrir nýjar beiðnir um aðkomu Skólaþjónustunnar að málum.
Bent er á að enn er heimasíða Skólaskrifstofu Austurlands, skolaust.is, aðgengileg og þar má finna margt gagnlegt efni fyrir foreldra og starfsfólk skóla.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00