- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Á Degi íslenskrar náttúru fóru nemendur í 3. bekk að safna birkifræjum. Með því tóku þeir þátt í átaki Landgræðslunnar og Skógræktarinnar að breiða út birkiskóga á Íslandi. Ekki var leitað langt yfir skammt því á skólalóðinni fundust birkitré sem voru alþakin þroskuðum rekklum. Krakkarnir sýndu söfuninni mikinn áhuga og var hvert boxið á fætur öðru fyllt og tæmt í poka. Í framhaldinu var næsta skref að heimsækja Þröst skógræktarstjóra þar sem pokinn var afhentur en í honum reyndust vera alls 947 gr. af fræi.
Skógræktarstjóri lofaði að sjá til þess að fræið yrði þurrkað og fundinn góður staður til að sá því svo nýr skógur geti vaxið upp.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00