- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
"Stelpur Filma!"er valdeflandi námskeið sem hefur það að markmiði að hvetja ungar stúlkur og kynsegin ungmenni í 8. og 9. bekk til kvikmyndagerðar. Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að rækta innri sköpunargáfu, spegla sig í kvenkyns fyrirmyndum og læra undirstöðuatriðin í kvikmyndagerð undir tryggri leiðsögn virtustu handritshöfund og kvikmyndagerðakvenna landsins. Megináhersla er lögð á sjálfseflingu, umburðarlyndi og að skapa öruggt rými fyrir þátttakendur þar sem allar skoðanir og hugmyndir eiga rétt á sér.
Margir samverkandi þættir gera það að verkum að stelpur eru ólíklegri til að prófa sig áfram í kvikmyndagerð og er námskeiðið mikilvægur þáttur í því að jafna út kynjahlutfallið í iðnaðinum. Námskeiðið var fyrst haldið í Norræna húsinu árið 2015, í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi, en í ár verður það í fyrsta sinn haldið í öllum landshlutum.
Við í Egilsstaðskóla lítum á námskeiðið sem frábært tækifæri til sköpunar og sjálfseflingar fyrir nemendur og hlökkum til að sjá afraksturinn og kynnast nýjum hliðum á nemendum okkar.
Hér er tengill á frétt RÚV um verkefnið:
https://www.ruv.is/frett/2022/02/17/vekja-ahuga-stelpna-a-kvikmyndagerd
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00