Stríðsminjasafn og hellaskoðun

Í tengslum við umfjöllun um stríðsárin fer 9. bekkur í skoðunarferð á Stríðsminjasafnið á Reyðarfirði. Í síðustu viku nýtti hópurinn góða veðrið, skoðaði safnið og fór svo yfir á Eskifjörð þar sem tekið var á móti þeim á Mjóeyri. Sævar spjallaði við krakkana og leiðsagði í helli, sem er skammt frá Mjóeyrinni. Það var áskorun að fara inn í hellinn sem djúpur og þar sér fólk ekki handa sinna skil. Ferðin gekk í alla staði vel og krakkar og starfsfólk glöð við heimkomuna.