- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Nemendur í 8. bekk Egilsstaðaskóla tók þátt í alþjóðlegri nýsköpunarkeppni fyrir ungmenni á aldrinum 13-19 ára. Keppnin heitir The Earth Prize og hófst fyrir áramót og lauk í lok janúar. Keppnin fór eingöngu fram á netinu og í henni voru ungmenni frá öllum heiminu. Nemendur horfðu á mörg fræðslumyndbönd af heimasíðu keppninnar þar sem þeir lærðu um margvísleg umhverfismál, hlustuðu á frumkvöðla segja frá sinni vinnu og hvernig lítil hugmynd getur orðið að veruleika ef rétt er haldið á spilunum. Í framhaldinu fóru þeir í það að hanna eitthvað sem gæti mögulega nýts í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Hægt var að panta Zoom-samtal við kennara á vegum keppninnar og fá hjálp við úrfærslu á hugmyndavinnu en nemendur okkar nýttu sér það ekki að þessu sinni.
Markmið þeirra með verkefninu var að “solve the unthingable”. Nemendum var skipt í hópa og byrjuð þeir að hugstorma um það hvar vandinn lægi og hvernig hægt væri að laga hann. Hugmyndirnar voru mjög fjölbreyttar og gaman að fylgjast með því hvernig þær þróuðust í hverri viku sem leið.
Á næstunni kemur í ljós hvort að einhverjir nemendur komast áfram í keppninni en þá þurfa þeir að útfæra hugmynd sína enn frekar. Peningaverðlaun eru fyrir bestu hugmyndina sem hvatti nemendur heldur betur til dáða.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00