Þekkirðu Línu langsokk?

Um 100 börn sviðsettu söguna um Línu langsokk á árshátíð 3. og 4. bekkjar í síðustu viku. Það var mikið fjör og krakkarnir stóðu sig með mikilli prýði.

Að venju þarf að sinna ýmsum verkefnum, ekki aðeins að leika og syngja heldur líka hanna og gera sviðsmynd, stjórna ljósum og hljóði, setja saman búninga og öll þau verkefni sem fylgja því að setja upp leiksýningu.

Myndirnar segja meira en mörg orð. Sumir myndirnar eru teknar af Unnari Erlingssyni og við þökkum honum kærlega fyrir að fá að birta þær hér.