Þjóðleikur

Þjóðleiksverkefnið fagnar 10 ára afmæli í ár, en verkefnið er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og ungs fólks á landsbyggðinni. Í ár sýna fimm leikhópar af Austurlandi leikrit eftir Hallgrím Helgason, Sigtrygg Magnason og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Backmann. Sýningarnar standa frá kl. 13:00-19:30 á fimmtudaginn og sýnir hver leikhópur tvisvar sinnum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Meðfylgjandi er boðstkort á hátíðina.

Fulltrúar Egilsstaðaskóla á hátíðinni er hópur nemenda í 8.-10.bekk sem hafa í vali sett upp leikritið Tjaldið eftir Hallgrím Helgason undir stjórn Estherar Kjartansdóttur. Við hvetjum alla til þess að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði sem haldinn er annað hvert ár