Þriðjubekkingar í fjöruferð

Á hverju vori fer 3. bekkur í fjöruferð. Fyrir landkrabba á Héraði er mjög spennandi að komast í fjöru og uppgötva lífríkið þar. Hópurinn byrjaði á að skoða Náttúruminjasafnið í Neskaupstað og þar heyrðist oft "VÁ!" enda margt fallegt að sjá. Síðan var farið í fjöruna þar sem sumir óðu út í sjó á meðan aðrir skoðuðu það sem finna mátti í fjörunni. Að lokum fór hópurinn út að vitanum, borðaði hádegisnestið og þangað kom starfsmaður Náttúrustofu Austurlands með fræðslu, m.a. um fæðukeðju hafsins og fjöllin í firðinum. Það var þoka í byrjun dags en svo létti til og Norðfjörðurinn skartaði sínu fegursta.