- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Í vetur hefst innleiðing á „Uppeldi til ábyrðar“ (Restitution – Self Discipline) sem er hugmyndakerfi þar sem lögð er áhersla á sjálfsskoðun, uppbyggileg samskipti, kennslu sjálfsaga og sjálfstjórn í samskiptum.
Ef samskipti í skólanum eru góð og gefandi má byggja á þeim árangursríkt nám. Í því sambandi er mikilvægt að átta sig á því að eina manneskjan sem við getum stjórnað erum við sjálf. Stefnan kennir að það sé í lagi að gera mistök en vi fáum tækifæri til að lagfæra þau og læra af þeim með betri samskiptum. Það er uppbygging sjálfsaga. Svokallaður þarfahringur er kynntur nemendum, svo þeir þekki grunnþarfir sínar og geti uppfyllt þær án þess að trufla aðra.
Stefnan á upphaf sitt í Kanada hjá Diane Gossen sem hóf að þróa aðferðina en hún byggir hana á hugmyndum og rannsóknum annarra fræðimanna, m.a. á heilastarfsemi, áhrifum umbunarkerfa, sjálfstjórnarkenningum og fleiru.
Allir umsjónarkennarar sjá um að vinna markvisst með og kynna „Uppeldi til ábyrgðar“ í sínum umsjónarhópum. Það eru þó ekki bara þeir sem vinna eftir stefnunni heldur allt starfsfólk skólans og ekki síst nemendur sjálfir. Við munum öll taka höndum saman um að innleiða og nota uppbyggingarstefnuna í starfi skólans.
Á kynningarfundum stiga og árganga, sem fyrirhugaðir eru 19.- 21. september, verður kynning á "Uppeldi til ábyrgðar" fyrir foreldra og forráðamenn. Upplýsingar um innleiðinguna og hugmyndafræðina verða sendar út reglulega í vetur.
Þeir sem vilja kynna sér Uppbyggingarstefnuna er bent á heimasíðuna www.uppbygging.is
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00