Útivistardagur í blíðviðri

Veðrið lék við nemendur og starfsfólk í 5. - 10. bekk á útivistardegi í dag. Val var á milli þess að ganga yfir í Vök og baða sig þar í laugunum eða fara á skíði í Stafdal.
Stór hópur nemenda eða um 120 völdu að fara í Vök og um 70 fóru á skíði í Stafdal.
Dagurinn gekk vel og börn og fullorðnir nutu útiverunnar til hins ítrasta. Meðfylgjandi eru myndir sem starfsfólk skólans tók í Vök og í Stafdal en þær sýna vel stemninguna sem ríkti.