Val í 8. - 10. bekk

Fimmtudaginn 5. september hefst fyrsta valtímabil fyrir nemendur í 8. - 10. bekk. Nemendur hafa fengið kynningu á valnámskeiðum og fyrirkomulagi valsins.

Þeir fara heim með valblaðið í dag og eiga að skila valblaðinu aftur á morgun með undirskrift foreldra / forsjáraðila. Foreldrar og forsjáraðilar fengu póst í dag með upplýsingum um valið; valblaðið í viðhengi ef einhver gleymir því í skólanum. Auk þess voru þar upplýsingar um reglur um utanskólaval.
Valbæklingur er aðgengilegur á heimasíðu skólans, undir Nám og kennsla - Val í 8. - 10. bekk.