- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Um miðjan nóvember hefst nýtt valtímabil á elsta stigi. Samkvæmt aðalnámskrá á val í 8. - 10. bekk að vera fimmtungur af námi nemendanna. Skólaárinu er skipt upp í fjögur valtímabil en valið er kennt á þriðjudögum og fimmtudögum, frá kl. 13.50 - 15.10.
Upplýsingar um þau námskeið sem eru í boði er að finna í valbæklingi sem er aðgengilegur á heimasíðu skólans, undir tenglinum Nám og kennsla - Val í 8. - 10.bekk.
Heimilt er að meta frístundastarf, s.s. íþróttaiðkun og sjálfboðaliðastarf sem utanskólaval. Sömuleiðis er hægt að fá tónlistarnám metið sem utanskólaval. Þeir sem taka hluta vals utanskóla þurfa að fá staðfestingu foreldra / forsjáraðila með undirskrift á valblaðið.
Með breytingum á Aðalnámskrá grunnskóla fyrr á árinu varð breyting varðandi það hvað má meta sem utanskólaval. Áður var heimilt að meta launaða vinnu sem utanskólaval en það hefur verið afnumið.
Meiri upplýsingar um val er að finna í Aðalnámskrá grunnskóla, á vefsvæðinu www.adalnamskra.is
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00