- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Eftir páskafrí tókst loksins að hafa útivistardag fyrir 5. - 9.bekk en áður hafði þurft að fresta vegna veðurs. Boðið var upp á ferð í Eyjólfsstaðaskóg annars vegar þar sem gert var út frá Blöndalsbúð og hins vegar var skíðaferð í Stafdal.
Viðfangsefnin í Blöndalsbúð voru skipulögð af Náttúruskólanum í samvinnu við starfsfólk skólans. Krakkarnir fengu að tálga, mála á klaka, vatnslita úti, baka lummur yfir opnum eldi, gera jógaæfingar og ýmislegt fleira. Það var sérlega gaman að fylgjast með krökkunum í fjölbreyttum viðfangsefnum og í öðrum aðstæðum en dags daglega.
Í Stafdal var skíðað af miklum krafti og þó nokkrir fóru á skíði í fyrsta skipti undir styrkri leiðsögn Hildar Jónu Gunnlaugsdóttur skíðakennara.
Dagurinn var í heild vel heppnaður og nemendur og starfsfólk nutu þess að vera úti í fjölbreyttum verkefnum.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00