Vinadagurinn

Vinadagurinn okkar var haldinn í gær, 1.október. Dagurinn var að venju helgaður forvörnum og fræðslu gegn einelti.  Nemendur fengu fræðslu um einelti hjá umsjónarkennurum og eftir hana hittust vinabekkir skólans og unnu sameiginlegt verkefni. Verkefnið í ár var að safna gullkornum – kærleikskveðjum frá Egilsstaðaskóla í krukku og fara með í fyrirtæki. Eftir gönguferð í fyrirtæki borðuðu vinabekkirnir saman hádegismat og fóru síðan saman út í frímínútur. Eftir hádegi áttu vinabekkirnir skemmtilega samverustund.