- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Heimili og skóli
Tugir unglinga stigu á svið á árshátíð elsta stigs Egilsstaðaskóla í vikunni. Undanfarnar vikur hafa lögin úr söngleiknum Grease hljómað um ganga skólans og víða var verið að undirbúa allt það sem þarf á sýningu sem þessari; Það þurfti að smíða bekki fyrir sviðsmyndina, mála barinn, finna til búninga, mála sviðsmyndina, gera árshátíðarstafina, æfa dansa og söngva, æfa senur, koma hljóði í lag, æfa hljómsveit og hanna lýsinguna. Allt þetta hafa krakkarnir verið að gera í aðdraganda sýningarinnar ásamt öllum kennurum á unglingastigi en auk þeirra aðstoðuðu list- og verkgreinakennarar við sviðsmynd. Húsvörður skólans, Þórarinn Bjarnason aðstoðaði við smíði á leikmynd og uppsetningu á henni. Leikstjóri sýningarinnar var Hrefna Hlín Sigurðardóttir kennari en árshátíðin var samvinnuverkefni allra sem koma að unglingastiginu.
Tónlistarskólinn á Egilsstöðum aðstoðaði við að æfa söng og undirleik. Þeim kennurum og nemendum tónlistarskólans, sem spiluðu með hljómsveitinni, þökkum við innilega fyrir samstarfið.
Egilsstaðaskóli
Tjarnarlönd 11 | 700 Egilsstaðir Sími á skrifstofu: 470 0605 Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is |
Skrifstofa skólans er opin frá
kl. 08:00 - 16:00