Ýmis verkefni á nemendaviðtalsdegi

Í dag mæta nemendur Egilsstaðaskóla í viðtöl til umsjónarkennara með forráðafólki sínu.

Dagurinn er nýttur til ýmissa annarra verka og starfsfólk skiptist á að æfa sig í að slökkva eld með slökkvitæki undir styrkri handleiðslu slökkviliðsmanna hjá Slökkviliði Múlaþings. Svo styttist í árshátíð elsta stigs og því er dagurinn nýttur til æfinga en sumir nemendur nota líka tímann til að læra.