Fréttir

Heilsu- og hreyfidagar

Í þessari viku standa yfir Heilsu- og hreyfidagar í Egilsstaðaskóla. Nemendur gera sér glaðan dag í íþróttahúsinu undir stjórn íþróttakennara. Alla morgna er boðið upp á hafragraut fyrir skóladaginn og er gaman að sjá hversu margir nemendur mæta og eiga góða stund yfir heitum grautnum. Á morgun fimmtudag munu nemendur í 7. bekk í heimilisfræði ganga í bekki og bjóða upp á heilsudrykk. Einnig er búið að setja upp hreyfiþrautir sem nemendur geta spreytt sig á þegar þeir fara út úr skólastofunum. Lífshlaupið hófst í dag og eru nemendur og starfsfólk skráð til leiks. Nemendur þurfa að hreyfa sig minnst 60 mínútur á dag. Þeir skrá hreyfinguna sína á blað sem búið er að hengja upp í heimastofum þeirra. Það verður spennandi að sjá hvaða árgangur verður duglegastur að hreyfa sig í skólanum og einnig að sjá hvort nemendur nái að skáka starfsfólkinu sem ætlar sér stóra hluti í keppninni.
Lesa meira

Skákdagurinn

Skákdagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land laugardaginn 26. janúar. Hér í Egilsstaðaskóla var deginum flytt fram á Þorradag. Raðað var upp á átta taflborðum í matsalnum þannig að nemendur gætu teflt þegar þeim hentaði. Þetta kom vel út og þátttaka var mjög góð.
Lesa meira

Gleðileg jól

Starfsfólk Egilsstaðaskóla óskar nemendum, foreldrum og öðum velunnurum skólans gleðilegra jóla og gæfuríks árs. Við hlökkum til að sjá ykkur hress á nýju ári.
Lesa meira

1.desember – 100 ára fullveldisafmæli

Þar sem fullveldisdaginn 1. desember bar upp á laugardag þetta árið var haldið upp á daginn föstudaginn 30.nóvember í Egilsstaðaskóla. Nokkrar hefðir eru tengdar deginum s.s. að nemendur og starfsmenn mæta í sínu fínasta pússi í skólann og dagskrá er á sal þar sem formaður nemendaráðs ávarpar nemendur í tilefni dagsins.
Lesa meira