06.10.2020
Undanfarna daga hefur aukin alvara færst í stöðuna í samfélaginu vegna heimsfaraldurs Covid 19. Þó svo að skólahald sé enn óbreytt, hafa almannavarnir beint þeim tilmælum til skólastjóra að þeir takmarki ákveðna þætti í starfsemi skóla með það að markmiði að draga úr líkum á smitum. Mánudaginn 5.október fundaði öryggisnefnd Egilsstaðaskóla og eftirfarandi takmarkanir voru m.a. settar á skólastarf í Egilsstaðskóla.
Lesa meira
02.10.2020
Fréttabréf skólans er að þessu sinni helgað BRAS - Menningarhátíð barna á Austurlandi
Lesa meira
02.10.2020
Guðný Edda Einarsdóttir varð í öðru sæti á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var miðvikudaginn 30.september sl. í Golfskálanum á Ekkjufelli. Fulltrúar Egilsstaðskóla voru Bjartur Blær Hjaltason, Bóel Birna Kristdórsdóttir, Guðlaug Björk Benediktsdóttir, Guðný Edda Einarsdóttir og Margrét S. Kennethsdóttir.
Lesa meira
02.10.2020
Þær Anna Sigríður Rúnarsdóttir og Helga Kolbrún Jakobsdóttir, nemendur í 10.bekk, komust í úrslit stærðfræðikeppninnar Pangeu 2020. Úrslitin fóru fram miðvikudaginn 30.september, en þeim var frestað síðasta vor vegna kórónuveirufaraldursins.
Lesa meira
25.08.2020
Hér er haustfréttabréf skólans með ýmsum praktískum upplýsingum sem við óskum eftir að foreldrar og nemendur kynni sér.
Lesa meira
25.08.2020
Skólasetning Egilsstaðskóla er þriðjudaginn 25.ágúst kl. 10:00. Umsjónarkennarar munu taka við nemendum utan við nemendainnganga. 2. og 3.bekkur við inngang af leikvelli og 4.-10.bekkur við inngang að torgi. Kennsla í 1.bekk hefst miðvikudaginn 26.ágúst. Skólinn er lokaður gestum af sóttvaranarástæðum og geta foreldrar því ekki fylgt nemendum inn í stofur eins og hefð er fyrir.
Lesa meira
04.08.2020
Á meðfylgjandi slóð er hægt að skrá nemendur í Frístund á haustönn 2020. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst n.k.
https://www.fljotsdalsherad.is/is/moya/formbuilder/index/index/umsokn-i-fristund-skolaarid-2020-2021
Undanfarin ár hafa umsóknir um vist í Frístund verið í gegnum íbúagátt á heimasíðu Fljótsdalshéraðs. Því miður er ekki hægt að nýta íbúagáttina að þessu sinni og því eru foreldrar beðnir um að nýta ofangreinda slóð til þess að koma umsókn sinni um vist í Frístund til skólans.
Skólinn biðst afsökunar á þeim óþægindum sem misvísandi upplýsingar hafa valdið foreldrum.
Lesa meira
24.06.2020
Um leið og sendum ykkur okkar bestu kveðjur um gott sumarfrí viljum við láta vita að skrifstofa skólans er lokuð til 5. ágúst.
Lesa meira
19.06.2020
Sjö nemendur Egilsstaðskóla áttu hugmyndir sem valdar voru í úrslit NKG.
Lesa meira