21.09.2021
Áratuga farsælu starfi Skólaskrifstofu Austurlands lauk 31. júlí sl., en gengið hafði verið frá því að sveitarfélögin, Fjarðabyggð og Múlaþings tækju við starfsemi skólaþjónustunnar frá 1. ágúst. Starfsemi skólaþjónustu sveitarfélaga er skilgreind í 40. gr. grunnskólalaga nr. 9172008 og kveðið á um nánari útfærslu í reglugerð 444/2019.
Lesa meira
17.09.2021
Nemendur í 2. bekk unnu verkefni í tilefni af degi íslenskrar náttúru. Þema verkefnisins var „Við erum náttúra“. Skóladagurinn hófst á stuttri göngu yfir í Tjarnargarðinn þar sem nemendur tíndu eitt og annað úr náttúrunni fyrir verkefnavinnuna. Þegar í skólann var komið gerðu allir nemendur mynd af sér í náttúrunni þar sem efniviðurinn var nýttur.
Útkoman er glæsileg og höfðu allir gaman af.
Meðfylgjandi myndir eru af vinnu nemenda og verkum þeirra.
Lesa meira
14.09.2021
Í fyrsta bekk er lögð megin áhersla á Byrjendalæsi. Skólinn vinnur samkvæmt aðferðum Byrjendalæsis í læsiskennslu í 1.-3. bekk. Kennsluaðferðin hefur verið mótuð og þróuð við Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri. Meginmarkmið Byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Gengið er út frá því að börn þurfi lesefni sem kveikir áhuga þeirra, ýtir undir ímyndunaraflið, hvetur þau til gagnrýnar hugsunar og gefur þeim færi á að mynda merkingabærar tengingar við eigið líf. Því er margs konar gæðatexti lagður til grundvallar lestrarkennslunni og hann nýttur sem efniviður í vinnu með stafi og hljóð, sem vinnu með orðaforða, skilning og ritun af ýmsu tagi. Frá skólabyrjun hafa nemendur í fyrsta bekk lært stafina A, L, S og Ó og unnið verkefni tengd þeim.
Meðfylgjandi myndir eru frá útikennslustund í fyrsta bekk á dögunum.
Lesa meira
10.09.2021
Leikarar Þjóðleikhússins eru á ferð um landið með sýninguna Vloggið. Unglingarnir okkar fengu boð um að um að sjá sýninguna sem fór fram á Iðavöllum. Sýningin fjallar um vináttu, misgóðar forvarnir og myndbandaveituna Youtube. Þau Konráð og Sirrý eru með mikilvæg skilaboð út í alheiminn í von um heimsfrægð. Að minnsta kosti að bjarga nokkrum unglingum frá glötun. Höfundur verksins er Matthías Tryggvi Haraldsson og leikstjóri er Björn Ingi Hilmarsson. Þau Konráð og Sirrý, eru leikin af þeim Kjartani Darra Kristjánssyni og Þóreyju Birgisdóttur.
Lesa meira
01.09.2021
Þriðjudaginn 31. ágúst var árlegur göngudagur Egilsstaðaskóla. Þessi skemmtilega hefð hefur verið við lýði í skólanum í áraraðir og hefur þróast og orðið betri með hverju árinu.
Að þessu sinni lék veðrið við nemendur og starfsmenn sem gefur alltaf betri möguleika á því að hægt sé að njóta göngunnar, náttúrunnar og félagsskaparins.
Göngudagurinn er skipulagður með þeim hætti að þeir sem eru á yngsta stigi fara í styttri göngur eins og í Sigfúsarlund, að Klofasteini og í Egilsstaðavík. Á miðstigi verða göngurnar meira krefjandi eins og ganga á Hrafnafell, á Rauðshaug, að Fardagafossi og í Valtýshelli. Á unglingastigi verða göngurnar enn lengri eins og inn að Snæfelli og í Stapavík en 10. bekkur lýkur sínum gönguferli í skólanum með göngu í Stórurð.
Fyrrum nemendur skólans nefna oft göngudaginn þegar þeir horfa til baka og minnast skólans. Á göngudaginn myndast oft sterk vinabönd, þar eru oft betri tækifæri til að mynda tengsl og kynnast á öðrum forsendum heldur en í hefðbundnu skólastarfi inni í skólanum. Þar kynnast menn einnig fagurri náttúru og umgengni við hana. Ekki má gleyma þeirri áskorun sem krefjandi göngur geta verið fyrir marga og kannski við hæfi að leyfa síðasta erindi af skólasöngnum okkar að fylgja með því óhætt er að segja að hann eigi vel við um göngudaginn á sama tíma og skólagönguna í heild sinni.
Lesa meira
26.08.2021
Nú í haust tók gildi nýtt fyrirkomulag á matartíma nemenda í Egilsstaðskóla. Á síðasta ári kom út endurskoðuð handbók fyrir grunnskólamötuneyti og var hún ásamt aðalnámskrá grunnskóla höfð við hliðsjónar við þetta verkefni. Í vetur borða umsjónarkennarar með öllum árgöngum skólans og er matartími hluti af kennslutíma hjá nemendum á yngsta og miðstigi. Nemendur koma með umsjónarkennurum í matsal og sitja til borðs með þeim. Nemendur á yngsta stigi fara í frímínútur að loknum matartíma, en nemendur á miðstigi fara aftur í sínar kennslustofur og eru áfram í kennslu til 12:30, þegar þeir fara í 30 mínútna útifrímínútur. Fyrstu dagarnir með þessu fyrirkomulagi lofa góðu, en við erum spennt að sjá hvernig þetta nýja fyrirkomulag reynist okkur.
Lesa meira
24.08.2021
Samtök sveitarfélaga og almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hafa gefið út leiðbeiningar vegna skólastarfs í ljósi farsóttar.
Samkvæmt gildandi reglugerð þurfa stjórnendur að skipuleggja starf án takmarkana en þó þannig að ýtrustu sóttvarna og varkárni sé gætt. Stjórnendum er heimilt að gæta sóttvarna umfram það sem reglugerð kveður á um, að því marki að þær ráðstafanir takmarki starfið eins lítið og kostur er.
Markmiðið með þessum aðgerðum í upphafi skólaárs er að halda starfseminni órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar barna og starfsfólks þurfi að fara í sóttkví eða jafnvel einangrun.
Hér er samantekt yfir þær takmarkanir sem eru í gildi í Egilsstaðaskóla til 14. september hið minnsta. Samantektin er unnin eftir leiðbeiningum frá Samtökum sveitarfélaga og almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins.
Lesa meira
19.08.2021
Í almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla er talað um að í skólaumhverfinu þurfi að stuðla að heilsusamlegu fæðuvali með fræðslu og góðu framboði á fjölbreyttum mat. Öllum nemendum Egilsstaðaskóla gefst kostur á að vera í ávaxta- og grænmetisáskrift á morgnana og fá keyptan mat í hádeginu sem eldaður er í mötuneyti skólans.
Upplýsingar um mötuneyti og matseðill er aðgengilegur á heimasíðu skólans.
Tekið er við skráningu í hádegismat og ávaxta- og grænmetisáskrift rafrænt með því að smella hér.
Lesa meira
17.08.2021
“Kæri vinur, heyrirðu ekki að haustið er að kalla.”
Lesa meira
22.06.2021
Skrifstofa skólans er lokuð frá og með miðvikudeginum 23. júní og opnar aftur mánudaginn 9. ágúst. Skólasetning næsta skólaárs er þriðjudaginn 24. ágúst skv. skóladagatali. Minnt er á skráningu í Frístund fyrir haustönn 2021. Skráningarfrestur fyrir haustönn er 10. ágúst nk. Skráning í Frístund fer fram í gegnum heimasíðu skólans undir Frístund eða með því að smella hér.
Um leið og við sendum ykkur okkar bestu óskir um gott og gefandi sumarfrí eru upplýsingar um umsjónarkennara næsta skólaárs.
Lesa meira