25.08.2023
Skólastarfið í Egilsstaðaskóla er komið í fullan gang. Margir árgangar hafa nýtt sér góða veðrið og verið úti við ýmis verkefni, s.s. æfa margföldun. Minnt er á að það þarf að skrá nemendur í mötuneytið og ávexti á heimasíðu skólans. Síðasti skráningardagur er í dag, 25. ágúst.
Lesa meira
22.08.2023
1. bekkur: Halldóra Björk Ársælsdóttir, Svana Magnúsdóttir
2. bekkur: Berglín Sjöfn Jónsdóttir , Jóhanna Björk Magnúsdóttir, Eydís Elva Eymundsdóttir
3. bekkur: Drífa Magnúsdóttir, Gyða Guttormsdóttir, Júlía Kristey H. Jónsdóttir
4. bekkur Auður Dögg Pálsdóttir, Rósey Kristjánsdóttir, Védís Hrönn Gunnlaugsdóttir
5. bekkur: Ingibjörg Sóley Guðmundsdóttir, Lovísa Hreinsdóttir
6. bekkur: Hlín Stefánsdóttir, María Emilsdóttir
7. bekkur: Carola Björk Tschekorsky Orloff, Dóra Matthíasdóttir
8. bekkur: Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir, Sigurður Högni Sigurðarson, Þórunn Guðgeirsdóttir
9. bekkur: Sandra Ösp Valdimarsdóttir, Sæbjörn Guðlaugsson, Anna Björk Guðjónsdóttir
10. bekkur: Fjóla Rún Jónsdóttir, Jón Magnússon, Sigfús Guttormsson
Lesa meira
17.08.2023
Egilsstaðaskóli verður settur þann 23. ágúst.
Nemendur og foreldrar/forráðamenn í 1. -4. bekk mæta í matsal klukkan 10.00.
Nemendur og foreldrar/forráðamenn í 5. - 10.bekk mæta í matsal klukkan 11.00.
Að lokinni stuttri dagskrá í matsal fara nemendur í heimastofur árganga og hitta umsjónarkennara, sem fara yfir hagnýtar upplýsingar. Að því loknu lýkur skóladegi nemenda, að undanskyldum nemendum og foreldrum/forráðamönnum í 1.bekk sem eru boðaðir í viðtöl þennan dag.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 24. ágúst.
Við hvetjum fólk til að koma gangandi eða hjólandi á skólasetningu þar sem bílastæði við skólann eru takmörkuð.
Lesa meira
27.06.2023
Starfsfólk Egilsstaðaskóla er nú komið í sumarfrí og skrifstofa skólans því lokuð. Opnað verður aftur 8. ágúst en skólasetning verður þann 23. ágúst. Frekari upplýsingar um skólahald haustsins verðar birtar þegar nær dregur. Bestu óskir um gott og ánægjulegt sumarfrí til nemenda, aðstandenda og starfsfólks skólans.
Lesa meira
12.06.2023
Í kaffihúsinu í Hafnarhúsinu á Borgarfirði eystra getur nú að líta myndverk eftir krakka í 2.bekk. Viðfangsefnið var lóur og lundar og fuglarnir eru túlkaðir að hætti hvers nemanda. Elva Rún Klausen, Drífa Magnúsdóttir og Freyja Kristjánsdóttir umsjónarkennarar lögðu verkefnið fyrir og Elva Rún setti sýninguna upp að beiðni rekstraraðila kaffihússins. Það er því full ástæða til að gera sér ferð á Borgarfjörð eystri, fá sér kaffi og kíkja á myndirnar.
Lesa meira
07.06.2023
Árlega er haldið svk. ljósmyndamaraþon fyrir nemendur í 8. og 9. bekk á vordögum. Valin eru nokkur orð sem krakkarnir eiga að fanga í myndform. Að þessu sinni voru orðin fegurð, gleði, von, framtíð, hjálpsemi, hugrekki, samvinna og líf þau sem unnið var með.
Dómnefnd skipuð tveimur kennurum skólans sem hafa afar listrænt auga, þeim Elvu Rún Klausen og Jónínu Lovísu Kristjánsdóttir.
Verðlaun í keppninni voru gefin af Héraðsprenti en það voru útprentaðar vinningsmyndir hvers hóps. Besta myndin var valin sú sem sýndi regnbogastíginn á Egilsstöðum og rökstuðningur dómnefndar var þessi:
Sú mynd sem fangaði athygli dómnefndar sem ljósmynd 2023 var mynd af regnbogagöngustíg. Orðatiltækið „less is more“ á vel við í þessu tilfelli því það er einmitt einfaldleikinn sem grípur augað í þessari mynd. Myndin stendur fyrir hugtakið hugrekki sem gerir myndina ennþá sterkari. Hugrekki er mátturinn til að halda áfram. Myndin lýsir því á skýran hátt. Regnbogastígurinn birtist á myndinni eins og lífsins vegur og er ákall um að allir eigi að fá að vera eins og þeir eru. Lífið er fallegra í öllum regnboganslitum eins og við mannfólkið sem erum ólík á ýmsan máta. Vegurinn vísar upp á við sem tákn um von og bjartsýni. Þannig er einmitt hugrekkið. Við tökumst á við áskoranir og með hverri áskorun fetum við upp brekkuna. Til þess að geta tekist á við áskoranir þurfum við jafn mikið hugrekki og áskoranir okkar eru stórar. Áskoranir okkar eru misjafnar eins og litirnir í myndinni benda til.
Hópinn á bak við vinningsmyndina skipuðu: Elín Lára, Viren, Ísold Orka, Ágústa og Agla Eik.
Besta serían náði einnig að fanga vel merkingu orðanna sem unnið var með. Í hópnum að baki þeirri seríu voru Inga Sól, Maria Anna, Katrín Jökla, Ellen Rún, Katla Fönn og Kamilla.
Lesa meira
07.06.2023
Þann 6. júní var Egilsstaðaskóla slitið í 75. sinn. Nemendur tóku við vitnisburði sínum og kvöddu umsjónarkennara.
Útskrift 10. bekkjar fór fram um kvöldið en við það tækifæri voru flutt ávörp og nemendur fluttu tónlistaratriði. Kristín Guðlaug Magnúsdóttir skólastjóri flutti skólaslitaræðu og talaði til nemendanna sem voru að útskrifast. Hún kvaddi einnig sérstaklega þrjá starfsmenn sem nú láta af störfum við skólann; Sigurlaug Jónasdóttir fyrrum skólastjóri og Valgerður Jónsdóttir stuðningsfulltrúi hafa starfað um áratuga skeið við skólann og fara nú á eftirlaun. Lillý Viðarsdóttir hefur starfað við Egilsstaðaskóla í 25 ár en er að færa sig um set.
Formaður Nemendaráðs, Diljá Mist Olsen Jensdóttir flutti ávarp og þakkaði starfsfólki og samnemendum fyrir samveruna undanfarin 10 ár. Umsjónarkennarar 10.bekkjar ávörpuðu nemendur og þökkuðu lærdómsrík ár.
Nemendur í 10.bekk, ásamt tónlistarkennurum, fluttu nokkur tónlistaratriði og í lokin sungu krakkarnir lagið "You never walk alone", einkennislag Liverpool liðsins en í hópnum eru margir áhugamenn um fótbolta og einn kennaranna sér í lagi áhangandi liðsins.
Nokkrir nemendur fengu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur, seiglu og framfarir í námi og prúðmennsku í framkomu.
Auk þess var afhent viðurkenningin Óðinshaninn, sem árgangur 2002 gaf til minningar um bekkjarfélaga sinn Óðin Skúla Árnason. Hún er veitt þeim sem hefur verið góður og traustur félagi í hópnum. Ólafur Þór Arnórsson fékk þessa viðurkenningu að þessu sinni en um er að ræða farandgrip.
Lesa meira
05.06.2023
Þriðjudaginn 6. júní fá nemendur afhentan vitnisburð sinn. Klukkan 9.00 mæta nemendur í 1. - 4. bekk, fyrst á sal þar sem er stutt dagskrá og síðan farið í heimastofur.
Klukkan 10.30 mæta nemendur í 5. - 9. bekk, fyrst á sal.
Klukkan 20.00 er útskrift 10.bekkjar sem fer fram á sal skólans og þá verður skólanum slitið formlega.
Foreldrar og forráðmenn eru velkomnir með börnum sínum.
Lesa meira
02.06.2023
Nemendur Egilsstaðaskóla voru á ferð og flugi þennan föstudag, í 20° hita og sólskini. Það voru farnar ísferðir, gönguferðir á Krummaklett, samverustundir vinabekkja, heimsókn á Egilsstaðabýlið og eftir hádegi var sett upp vatnsrennibraut fyrir nemendur á elsta stigi. List- og verkgreinakennarar hafa notað góða veðrið undanfarið, með nemendum í 8.bekk, til að skreyta svæði á skólalóðinni. Útkoman er afar góð. Góða helgi!
Lesa meira
30.05.2023
Undir lok 10.bekkjar vinna allir nemendur lokaverkefni að eigin vali byggð á áhugasviði. Vinnuferlið tekur u.þ.b. tvær vikur og vinna krakkarnir bæði í skólanum eða heima hjá sér eftir því sem best hentar. Á hverjum degi koma þau í skólann og gera grein fyrir stöðu verksins og fá leiðbeiningar um framhaldið. Verkefnin voru til sýnis fyrir aðra nemendur og foreldra um miðjan maí. Hér má sjá umfjöllun um lokaverkefnin vorið 2023.
Lesa meira